Fyrirtækið

Leiðandi á sviði upplýsingatækni

Advania er leiðandi fyrirtæki á sviði upplýsingatækni og veitir viðskiptavinum áreiðanlega ráðgjöf og þjónustu. Við erum með lausnir á öllum sviðum upplýsingatækni og geta viðskiptavinir sótt til okkar stakar lausnir eða samþætta heildarþjónustu. 

Í okkar augum er upplýsingatæknin iðnaður sem er drifinn áfram af fólki.

Þar skapa einstaklingar verðmæti í samvinnu við aðra. Við erum sannfærð um færni okkar fólks og teljum það vera það mikilvægasta sem Advania hefur að bjóða. Við leggjum allt á okkur til að viðhalda og byggja upp hæfileika og færni.

 

Við ræktum náin langtímasambönd við viðskiptavini.

Við trúum að til þess að stuðla að velgengni þurfi gagnkvæmt traust og sameiginleg markmið. Þess vegna leggjum við áherslu á að verðmætasköpun fyrir viðskiptavini eigi sér stað með snjallri nýtingu upplýsingatækni, framúrskarandi þjónustu og skapandi samvinnu.

 

Við erum viðbúin hverju sem kann að koma upp á.

Við tökumst á við öll verkefni með jafnaðargeði og reynum að gera upplýsingatækni mannlegri.

 

Við erum þjónustuaðili sem elskar upplýsingatækni.

Traust samstarf við viðurkennda aðila

Meðal viðskiptavina okkar eru mörg stærstu fyrirtæki og stofnanir á Íslandi. Við eigum í nánu samstarfi við fjölmörg alþjóðleg upplýsingatæknifyrirtæki og má þar nefna Dell EMC, Microsoft, Oracle, SAP BusinessObjects og VeriSign.

Alþjóðlega vottað upplýsingaöryggi

Starfsemi okkar er vottuð samkvæmt ISO 27001 sem er alþjóðlegur staðall um upplýsingaöryggi. Við erum stolt af faglegum vinnubrögðum okkar, skýrum samskiptum og þeim gagnkvæma ávinningi sem við sköpum í samstarfi við viðskiptavini okkar og birgja.

 
 • Forstjóri: Ægir Már Þórisson
 • Kennitala: 590269-7199
 • VSK-númer: 10487
 • Sími: 440 9000
Advania tekur virkan þátt í uppbyggingu velferðar til framtíðar í íslensku samfélagi. Við tengjum samfélagsmálin gildunum okkar og endurmetum reglulega hvernig við getum helst orðið að liði í samfélaginu. 

Gildin okkar eru Snerpa - Ástríða – Hæfni
 • Körfuknattleikssamband Íslands nýtur stuðnings Advania en þannig leggjum við okkar af mörkum til að efla veg og virðingu íþróttarinnar á Íslandi
 • Börn yngri en 16 ára sem greinast með krabbamein fá fartölvu frá Advania til að fylgjast vel með í skólanum og halda góðum samskiptum við fjölskyldu og vini
 • Advania styrkir Háskólann í Reykjavík í uppbyggingu náms og samþættingu þekkingar á upplýsingatækni og viðskiptum

Saga fyrirtækisins

Advania varð til í ársbyrjun 2012 með sameiningu fjölda öflugra upplýsingatæknifyrirtækja og má því rekja sögu fyrirtækisins í margar áttir en fyrstu sporin voru tekin árið 1939 þegar frumkvöðullinn Einar J. Skúlason stofnaði samnefnt fyrirtæki sem í fyrstu fékkst við viðgerðir á skrifstofubúnaði. 

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og fæst Advania nú við upplýsingatæknilausnir í breiðustu merkingu orðsins.

 

 • 1939 Einar J. Skúlason stofnað
 • 1953 Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar (SKÝRR) stofnað 
 • 1996 SKÝRR breytt í hlutafélag og fyrirtækið einkavætt.
 • 2006 Skýrr hf. og Teymi hf. sameinuð undir merki Skýrr hf.
 • 2009 – 2011 Kögun, Landsteinar Strengur, Eskill, EJS og Teymi Hands í AS, og Kerfi AB í Svíþjóð sameinast undir merki Skýrr hf.
 • 2012 Advania verður til með sameiningu Skýrr hf., HugurAx, Kerfi í Svíþjóð og Hands í Noregi.

Skipurit

Starfstöðvar

Advania er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum. Höfuðstöðvar okkar eru á Íslandi en við erum einnig með umfangsmikla starfsemi í Svíþjóð og Noregi.