Skilmálar og stefnur

Ein verðmætasta eign sérhvers fyrirtækis er orðspor þess og við höfum markað okkur eftirfarandi stefnur og skilmála til að tryggja gæði þjónustunnar sem við veitum.  

Almennir viðskiptaskilmálar

Almennir viðskiptaskilmálar Advania gilda um viðskipta- og samingskjör Advania og dótturfélaga þess á hverjum tíma fyrir sig. Advania áskilur sér einhliða rétt til að breyta viðskiptaskilmálum þessum, en um hver viðskipti skulu þeir viðskiptaskilmálar gilda sem birtir eru á vef Advania þegar slík viðskipti fóru fram.

ATHUGIÐ að frá og með 17. apríl 2017 tóku við nýir almennir viðskiptaskilmálar Advania. 

Almennir viðskiptaskilmálar Advania

Almennir viðskiptaskilmálar Advania á íslensku

Almennir viðskiptaskilmálar Advania á ensku

Íslenska útgáfan skal vera ríkjandi komi til ósamræmis á milli ensku og íslensku útgáfunnar. Núgildandi viðskiptaskilmálar tóku gildi 17. apríl 2017.
 

Öryggisstefna

Við höfum markað okkur eftirfarandi stefnu til að standa vörð um öryggi gagna viðskiptavina okkar, og þess búnaðar sem gögnin eru rekin á. 

  • Að vera leiðandi fyrirtæki í öryggi upplýsingakerfa.
  • Að gera réttar upplýsingar aðgengilegar fyrir rétta aðila með öruggum hætti.
  • Að tæknileg framþróun þeirra auki en dragi ekki úr metnum öryggiskröfum.
  • Að fylgja góðum viðskiptaháttum, landslögum og persónuvernd til að tryggja hagsmuni viðskiptavina.
  • Að starfrækja skilvirk aðgangsöryggiskerfi að húsnæði og upplýsingakerfum fyrirtækisins með það að markmiði að vernda gögn og búnað gegn rekstrartruflunum, misnotkun, þjófnaði, skemmdarverkum, glötun o.s.frv.
     

Meðferð persónuupplýsinga

Stefna Advania um meðferð persónuupplýsinga mun hlýta lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Í þeim tilfellum þar sem persónulegar upplýsingar eru skráðar t.d. vegna starfsumsókna, pantana eða beiðna um frekari upplýsingagjöf, þar sem þú þarft að skrá nafn þitt, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónutengdar upplýsingar, skuldbindur Advania sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og mun ekki miðla á nokkurn hátt upplýsingum sem skráðar hafa verið í ofangreindum tilgangi til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.

Við heimsóknir á vefsíður okkar verða til ýmsar upplýsingar. Þessum upplýsingum er fyrst og fremst safnað í tölfræðilegum tilgangi s.s. fylgjast með þjónustustigi, fjölda heimsókna á hverja vefsíðu o.s.frv.

 

Jafnréttisstefna

Markmið jafnréttisstefnu Advania er að stuðla að jafnri stöðu starfsmanna innan samstæðu Advania og jöfnum tækifærum einstaklinga á sem flestum sviðum, óháð kyni, aldri eða uppruna. Þetta á m.a. við um rétt til starfa, aðstöðu, menntunar og kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf.

Smelltu hér til að lesa jafnréttisstefnu Advania 

Hvernig getum við aðstoðað þig?

Vinsamlega fyllið inn í reitina hér fyrir neðan

Rusl-vörn