Mannauður

Við erum stolt af hugviti starfsfólks okkar, sköpunargáfu þeirra og þjónustulund. Hjá okkur starfa um 600 manns með brennandi áhuga á upplýsingatækni, þar af um 500 í höfuðstöðvum okkar í Reykjavík. 

Vinnustaðurinn

Starfsfólk okkar fær aðgang að fyrsta flokks vinnuaðstöðu og búnaði sem hjálpar þeim að sinna daglegum störfum en vinnustaðurinn er svo miklu meira en bara nánasta vinnuumhverfi hvers og eins. 

Við bjóðum starfsfólki upp á fyrsta flokks mötuneyti, líkamsræktaraðstöðu, leikaðstöðu með billiardborði og öllum nýjustu leikjatölvunum, og frábært félagslíf í gegnum gríðarlega öflugt klúbbastarf starfsmannafélagsins, svo fátt eitt sé nefnt.

Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins.

Vilt þú vinna á skemmtilegum vinnustað?

Við viljum byggja upp besta vinnustað landsins og leggjum metnað í að hlúa að starfsfólkinu okkar. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður með öfluga heilsueflingu, magnað félagslíf og umhverfisvæna starfshætti.