Réttu græjurnar í skólann

Blogg
12.08.2015 13:28

Nú er stutt í að nemendur setjist á skólabekk á nýjan leik og vafalaust þurfa einhverjir að huga að búnaðarkaupum fyrir komandi vetur. Ég settist niður og velti fyrir mér þörfum skólafólks, og hvaða kröfur það hefur til skólabúnaðar. Eftir nokkrar pælingar og skoðun datt ég niður á nokkur atriði sem ég tel að skipti nemendur mestu hvað þetta varðar. 

Þegar kemur að tölvum, þá er aðal atriðið að vélin sé traust og ráði vel við fjölhæfa vinnslu, hvort sem um er að ræða fyrir nám eða áhugamál utan skóla. Verð tölvunnar skiptir að sjálfsögðu einnig máli. Dell Inspiron 5558 með i7 örgjörva er dæmi um vél sem uppfyllir þessi skilyrði. Hún er góð fyrir námið og hentar vel til myndvinnslu. Vélin er einnig kjörin fyrir þá sem vinna mikið með tölur, því í henni er innbyggt talnaborð.


Dell Inspiron 15 (5558) fartölva

Það er allra veðra von á Íslandi og því skiptir taskan eða bakpokinn undir tölvurnar miklu máli. Þeir sem hjóla í skólann, eða ferðast á tveimur jafnfljótum ættu því að fjárfesta í góðum poka. Við mælum með Cyber frá Osprey, en hann er flottur vatnsvarinn bakpoki með vatsnhelda rennilása. Praktísk og flott hönnun. 

Osprey Cyber 15,6' fartölvubakpoki


Þeir sem vilja taka skólalúkkið skrefinu lengra ættu að skoða þessa flottu og klassísku leðurtösku. Hér er um að ræða alvöru tösku, flott að innan sem utan. Sláðu um þig á fyrsta skóladeginum. 

Tiding Vintage style Messenger 14' Leðurtaska

 

Hver kannast ekki við það að vera í verkefnavinnu og þurfa á minnislykli að halda til að senda gögn fram og til baka, tja eða bara geyma gögnin. Þessi vandaði USB lykill er traustur og virkilega handhæg lausn sem reddar málunum

32GB DataTraveler Mini 30 USB 3.0

Lærdómur getur verið krefjandi og þá þarf einbeitingin að vera í lagi til að hámarka afköstin. Í ákveðnum tilfellum eru heyrnartól kjörin leið til að útiloka umhverfishljóð eða hlusta á ljúfa tónlist í góðum gæðum. Hér bendi ég á Jabra Revo heyrnartólin sem eru ekki bara flott heldur skila þau einstökum hljómgæðum. 

Jabra REVO Stereo m/snúru heyrnartól - Svört

Ég vil geta staðið upp frá tölvunni minni hvar sem er og hvenær sem er, áhyggjulaus. Því vil ég eiga fartölvulás svo óprúttnir aðilar komist ekki í hana. Hér er komin vara sem allt skólafólk ætti að fjárfesta í.


Microsaver fartölvulás

 

Stundum vill maður geta kúplað sig frá náminu og þá er nú gott að eiga góðan myndspilara sem streymir þáttum og bíómyndum af netinu. 

Xtreamer Wonder myndspilari

Við hjá Advania bjóðum skólafólk sérstaklega velkomið í verslanir okkar á Akureyri og í Reykjavík. Á vefnum okkar, advania.is höfum tekið saman úrval skólavara sem námsfúsir ættu ekki að láta framhjá sér fara.

Að lokum segji ég bara gleðilegan skólavetur og ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna.Til baka