Græjur fyrir tæknivædda fermingarbarnið

Blogg
23.03.2016 13:49

Það eru vafalaust margir að leita að flottum gjöfum sem falla í kramið hjá fermingarbörnum. Við hjá Advania erum með græjumálin á hreinu og í ár mælum við með þessum eigulegu gæðavörum sem slá í gegn.

Hvort sem fermingarbarnið er fyrir tónlist, tölvuleiki eða kvikmyndir, þá ættu flest þeirra að hafa gaman af því að fá glæsileg heyrnartól á borð við Jabra MoveÖnnur gjöf sem fellur vafalítið í kramið eru flottir fartölvubakpokar og hér erum við með einn sérlega flottan á góðu verði, sem er úr ekta leðri og vöxuðu strigaefni.  Góð tölva stendur alltaf fyrir sínu og við erum með eina þrælsniðuga sem er bæði fartölva og spjaldtölva, DELL Inspiron 7359, og hún er góð í skólann!

 Við erum jafnframt með aðra fartölvu sem hentar þeim sem gera hóflegar kröfur til afkastagetu og eru ekki í þungri vinnslu eða tölvuleikjum, en það er DELL Inspiron 3551.
Ef fermingarbarnið er hinsvegar á kafi í flottum tölvuleikjum er um að gera að skoða öfluga leikjavél á borð við DELL Inspiron 7559 með nýjustu gerð af Intel Skylake örgjörva og 4GB sjálfstæðu skjákorti, sannkallað tryllitæki!Við erum auk þess með úrval af öðrum góðum gjöfum í netverslun okkar og ég hvet ykkur til að skoða úrvalið. 

Gleðilega páska! 

 


Til baka