Láttu sjá þig með réttu græjurnar

Blogg
16.08.2016 09:29

Að sjást í umferðinni getur reynst erfitt og sérstaklega með lækkandi sól [og aukinni umferð]. GO LED bakpokinn frá töskuframleiðandanum PORT Designs er útbúinn LED-ljósum sem auka sýnileika hjólafólks í umferðinni og sýnir hvert stefnt er að nóttu sem degi. 

Öruggari hjólreiðar í íslenskri umferð

Ökumenn á Íslandi eiga nokkuð í land með að venjast aukinni notkun reiðhjóla sem samgöngumáta í þéttbýliskjörnum. Gatnakerfið er ekki sniðið að þessari aukningu og henni fylgir því miður aukin slysatíðni á reiðhjólafólki sem er því knúið til að gera allar mögulegar varúðarráðstafanir. 

Milli áranna 2008 og 2014 rúmlega tvöfaldaðist slysatíðni reiðhjólamanna og árið 2013 voru reiðhjólaslys 20% allra skráðra slysa samkvæmt skráningu lögreglu og Samgöngustofu. Lögreglan benti á að um 50% allra reiðhjólaslysa árið 2014 hafi átt sér stað þegar bifreið var ekið á reiðhjólamann.

 

Töskuframleiðandinn PORT Designs hannaði GO LED bakpokann til að auka öryggi reiðhjólamanna og annarra í umferðinni. Þessi frumlegi bakpoki er hannaður fyrir alla sem eru á ferðinni, allt frá reiðhjólamönnum, skauturum, brettafólki yfir í skokkara eða göngufólk. Einföld, nytsamleg og áhrifarík leið til að láta sjá sig og gefa merki um hvað skal gera næst.


Innbyggð LED “stefnu”ljós og 360° endurskinsrendur

Bakopoki með ljósum og endurskinsmerkjum

Innbyggðu LED-ljós bakpokans sýna fjórar mismunandi merkingar. Grænar örvar sýna til vinstri, áfram eða hægri og rautt upphrópunarmerki sýnir viðvörun/stöðvun. Til viðbótar hefur bakpokinn endurskinsrendur sem sjást 360° í kringum notandann fyrir aukið öryggi. 

Aðeins tekur 4 klst. að fullhlaða rafhlöður LED-ljósanna í gegnum USB tengi og gefur full hleðsla allt að 40 klst. notkunartíma.


Einföld og þægileg fjarstýring

Stýrisfesting fyrir fjarstýringuna fylgir

 

 

Notandinn stjórnar LED-ljósunum með vandaðri fjarstýringu. Fjarstýringuna er hægt að festa á stýri eða á axlaról eftir hentisemi notandans.

Festing fyrir fjarstýringu á axlaról


Fjölhólfa þægilegur bakpoki með regnyfirbreiðslu

Þæginlegar ólar og gott loftflæði

GO LED bakpokinn býr yfir þægindum nýtísku bakpoka. Vandaðar fóðringar eru á axlarólum og við bak sem gerir bakpokann þægilegan í burði, auk þess sem loftflæðið er gott.  Bakpokinn hefur 35 lítra geymslupláss en vegur aðeins 1 kg. 

Hentug hólf og op fyrir heyrnartól

Á bakpokanum eru margir góðir vasar og hólf, m.a. tónlistarvasi með litlu opi fyrir heyrnartól í síma eða tónlistarspilara og hólf með góða vörn fyrir bæði fartölvu og spjaldtölvu. Á bakpokanum er festing fyrir hjálm.

Regnyfirbreiðsla

Glær regnyfirbreiðsla fylgir sem ver pokann og innhaldið, jafnvel þótt íslenskt veður láti vita af sér. LED-ljósin sjást vel í gegnum yfirbreiðsluna.

Við hjá Advania, líkt og Lögreglan, hvetjum hjólareiðafólk til að fara varlega í umferðinni og ökumenn að sýna aðgát. 

GO LED bakpokann er hægt að fá hjá Advania og endursöluaðilum.


Til baka