Lyf og heilsa gerir alrekstrarsamning við Advania

Nýjasta nýtt
01.11.2016
Lyf og heilsa hefur gert samning við Advania sem felur í sér innleiðingu á nýjum viðskipta- og afgreiðslukerfum, altæka rekstarþjónustu og hýsingu gagna í gagnaverum Advania á Íslandi. 
 
Hér er um að ræða umfangsmikla nútímavæðingu á hugbúnaðarkerfum okkar sem kemur til með að auka skilvirkni“ segir Kjartan Örn Þórðarson hjá Lyf og heilsu. „Samhæfing viðskipta- og afgreiðslukerfanna er mikil og það mun einfalda vinnu hjá starfsfólki okkar til muna og skila sér í bættri þjónustu við okkar viðskiptavini.“
 
Ákveðið var að innleiða viðskiptakerfið Microsoft Dynamics NAV og afgreiðslukerfi frá LS Retail en auk þess var ákveðið að úthýsa rekstri á upplýsingatækniumhverfi Lyf og heilsu til Advania. 
 
„Það má segja að um sé að ræða allsherjar úthýsingu á rekstrarumhverfi okkar“ segir Kjartan. „Fyrir okkur var algjört lykilatriði að fá heildar upplýsingatækniþjónustu á einum stað og við erum sannfærð um að sérfræðiþekking Advania muni reynast okkur vel.“
 
„Við leggjum ríka áherslu á að skapa viðskiptavinum okkar forskot með snjallri notkun á upplýsingatækni og ég er stoltur af því að Advania geti boðið íslenskum fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum altæka rekstarþjónustu þegar kemur að upplýsingatækni“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.

Allar fréttir

18. 

október  

2018

Helgi Björgvinsson nýr forstöðumaður hjá Advania

Helgi Björgvinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður yfir sölu á hugbúnaðalausnum hjá Advania.

Lesa

11. 

október  

2018

Högni Hallgrímsson til Advania

Högni Hallgrímsson hefur verið ráðinn forstöðumaður verslana- og afgreiðslulausna Advania.

Lesa

10. 

október  

2018

Advania smíðar nýja skipaskrá

Advania hefur verið falið að smíða nýja skipaskrá fyrir Samgöngustofu.

Lesa