Lyf og heilsa gerir alrekstrarsamning við Advania

Nýjasta nýtt
01.11.2016
Lyf og heilsa hefur gert samning við Advania sem felur í sér innleiðingu á nýjum viðskipta- og afgreiðslukerfum, altæka rekstarþjónustu og hýsingu gagna í gagnaverum Advania á Íslandi. 
 
Hér er um að ræða umfangsmikla nútímavæðingu á hugbúnaðarkerfum okkar sem kemur til með að auka skilvirkni“ segir Kjartan Örn Þórðarson hjá Lyf og heilsu. „Samhæfing viðskipta- og afgreiðslukerfanna er mikil og það mun einfalda vinnu hjá starfsfólki okkar til muna og skila sér í bættri þjónustu við okkar viðskiptavini.“
 
Ákveðið var að innleiða viðskiptakerfið Microsoft Dynamics NAV og afgreiðslukerfi frá LS Retail en auk þess var ákveðið að úthýsa rekstri á upplýsingatækniumhverfi Lyf og heilsu til Advania. 
 
„Það má segja að um sé að ræða allsherjar úthýsingu á rekstrarumhverfi okkar“ segir Kjartan. „Fyrir okkur var algjört lykilatriði að fá heildar upplýsingatækniþjónustu á einum stað og við erum sannfærð um að sérfræðiþekking Advania muni reynast okkur vel.“
 
„Við leggjum ríka áherslu á að skapa viðskiptavinum okkar forskot með snjallri notkun á upplýsingatækni og ég er stoltur af því að Advania geti boðið íslenskum fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum altæka rekstarþjónustu þegar kemur að upplýsingatækni“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.

Allar fréttir

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa

27. 

júní  

2018

Charlotte og Anna Þórdís til Advania

Tveir nýjir stjórnendaráðgjafar hafa gengið til liðs við Advania. Þær Charlotte Aström og Anna Þórdís Rafnsdóttir hafa verið ráðnar inn í ráðgjafateymið Advania Advice.

Lesa