VIRK gerir viðamikinn samning við Advania

Fréttir
16.12.2016
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hefur samið við Advania um smíði á hugbúnaði sem kemur til með að efla enn frekar þjónustu stofnunarinnar við viðskiptavini og styðja við starfsemi hennar. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. 

Hugbúnaðurinn mun gera sérfræðingum VIRK kleift að ákveða, í samráði við viðskiptavini, þá starfsendurhæfingu sem skilar árangri og setja fram markvissa áætlun með aðkomu sérfræðinga VIRK sem og annarra þjónustuaðila. Hugbúnaðurinn mun auk þess halda utan um heildarferlið við framkvæmd og framvindu starfsendurhæfingarinnar á öllum stigum hennar.

Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK bindur miklar vonir við að hugbúnaðarinnleiðingin muni bæta þjónustu við einstaklinga í starfsendurhæfingu og auka hagkvæmni með markvissari þjónustuferlum og upplýsingagjöf. 

Hugbúnaðurinn er smíðaður í Outsystems, hraðþróunarumhverfi (RAD) sem flýtir þróun ferla og smíði snjalltækjalausna og er sniðið að þörfum fyrirtækja sem leggja áherslu á skjótan afhendingarhraða og sveigjanleika.

„Outsystems-viðskiptavinum hjá Advania hefur fjölgað hratt að undanförnu enda mætir kerfið vel þeim kröfum sem markaðurinn hefur um afhendingarhraða og sveigjanleika“ segir Sigrún Ámundadóttir, framkvæmdastjóri Hugbúnaðarlausna hjá Advania á Íslandi. „Það er okkur sönn ánægja að fá VIRK í hóp ánægðra viðskiptavina Outsystems hjá Advania.“ 
 

Allar fréttir

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa

27. 

júní  

2018

Charlotte og Anna Þórdís til Advania

Tveir nýjir stjórnendaráðgjafar hafa gengið til liðs við Advania. Þær Charlotte Aström og Anna Þórdís Rafnsdóttir hafa verið ráðnar inn í ráðgjafateymið Advania Advice.

Lesa