Kvika semur við Advania

Fréttir
21.12.2016
Kvika banki hf. hefur endurnýjað samstarfssamning við Advania um heildarþjónustu við rekstur og hýsingu tölvukerfa Kviku. Samningurinn er einstakur að því leyti að hann felur í sér viðamikla útvistun á sviði upplýsingatækni. 

Advania hefur síðustu árin hýst og rekið miðlæg upplýsingakerfi Kviku og tæknilega grunnviði, ásamt tengdum hugbúnaði og öryggislausnum hvað snertir gagnaleiðir og tengingar. Jafnframt hefur Advania veitt bankanum ýmsa þjónustu og ráðgjöf á sviði upplýsingatækni. 

Finnur Þór Erlingsson, forstöðumaður upplýsingatæknisviðs Kviku segir samninginn tryggja félaginu öryggi og sveigjanleika í rekstri upplýsingakerfa. „það er mjög mikilvægt fyrir Kviku að hafa trausta samstarfsaðila sem uppfylla öryggiskröfur okkar sem banka. Með útvistun náum við auknum sveigjanleika sem skilar sér í hagkvæmari rekstri.“ 

Kvika hefur á síðustu árum náð eftirtektarverðum árangri í því að einfalda og hagræða í rekstri upplýsingakerfa sinna. Kvika hefur náð að byggja upp bæði nútímalegt og öruggt upplýsingakerfi samhliða því að huga að hagkvæmni í rekstri. 

„Advania hefur um árabil fjárfest markvisst í aðstöðu, búnaði og þekkingu á sviði rekstrar- og hýsingarþjónustu. Samningurinn við Kviku er gott dæmi um að viðskiptavinir okkar kunna vel að meta þessa þjónustu og er það afar ánægjulegt“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á íslandi. 
  

Á myndinni frá vinstri til hægri eru; Laufey Jörgensdóttir, Advania, Finnur Þór Erlingsson, Kviku, Eyjólfur Magnús Kristinsson, Advania, Magnús Ingi Einarsson, Kviku, Védís Sigurjónsdóttir, Advania. 


Allar fréttir
Mynd með frétt

18. 

október  

2018

Helgi Björgvinsson nýr forstöðumaður hjá Advania

Helgi Björgvinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður yfir sölu á hugbúnaðalausnum hjá Advania.

Lesa

11. 

október  

2018

Högni Hallgrímsson til Advania

Högni Hallgrímsson hefur verið ráðinn forstöðumaður verslana- og afgreiðslulausna Advania.

Lesa

10. 

október  

2018

Advania smíðar nýja skipaskrá

Advania hefur verið falið að smíða nýja skipaskrá fyrir Samgöngustofu.

Lesa