Einstök námstefna um skólalausnir Google 14.-15. janúar

Nýjasta nýtt
04.01.2017

Þeir sem hafa brennandi áhuga á menntamálum og þróun skólastarfs ættu ekki að missa af einstakri tveggja daga námstefnu þar sem fjallað verður um skólalausnir Google og hvernig þær gjörbylta skólastarfi. Auk þess munu þekktir fyrirlesarar á borð við Jennie Cho Magiera miðla af eigin reynslu og vera gestum innblástur í daglegum störfum þeirra. 

Jennie Cho Magiera er gestum Haustráðstefnu Advania 2016 vel kunnug, enda sló erindi hennar þar algjörlega í gegn og við hvetjum lesendur til að horfa á erindi hennar með því að smella hér.

Námstefnan fer fram dagana 14.-15. janúar en það er EdTechTeam sem stendur fyrir henni í samstarfi við Advania, Verzlunarskóla Íslands og Google for Education.

Auk lykilfyrirlestra verður farið ítarlega yfir G Suite for Education sem er sérstakt safn lausna sem Google hefur þróað og er sniðið að þörfum þeirra sem starfa að menntamálum. Með lausnunum fá nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn menntastofnana aðgang að safni forrita sem auðvelda kennslu og samskipti við nemendur, bæta skipulag, og auka yfirsýn yfir verkefni. 

Allar lausnirnar eru svokallaðar skýjalausnir og hægt er að nota þær í nettengdum tækjum, hvar og hvenær sem er. Skólalausnir Goggle njóta sífellt meiri vinsælda meðal þeirra sem starfa að menntamálum um heim allan.

„Okkur hjá Advania finnst sérstaklega ánægjulegt að taka þátt í þessu verkefni“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi „Ég hef mikla trú á því að námstefnan eigi eftir að hitta beint í mark hjá tæknisinnuðu fólki sem starfar við menntamál.“

Við hvetjum áhugasama til þess að tryggja sér miða sem fyrst, en hægt er að fá nánari upplýsingar um viðburðinn og bóka miða með því að smella hér.


Allar fréttir

18. 

október  

2018

Helgi Björgvinsson nýr forstöðumaður hjá Advania

Helgi Björgvinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður yfir sölu á hugbúnaðalausnum hjá Advania.

Lesa

11. 

október  

2018

Högni Hallgrímsson til Advania

Högni Hallgrímsson hefur verið ráðinn forstöðumaður verslana- og afgreiðslulausna Advania.

Lesa

10. 

október  

2018

Advania smíðar nýja skipaskrá

Advania hefur verið falið að smíða nýja skipaskrá fyrir Samgöngustofu.

Lesa