Öruggari rekstur á netkerfi Reykjavíkurborgar

Fréttir
12.01.2017

Að undangengnu ítarlegu valferli hefur Reykjavíkurborg gert samning við Advania um rekstur og þróun netkerfa borgarinnar. Kerfið er eitt hið umfangsmesta á landinu og tengir saman allar stofnanir, skóla og leikskóla Reykjavíkurborgar. 

Með útvistun rekstrarábyrgðar til Advania tryggir Reykjavíkurborg sér markvissan rekstur, aukinn fyrirsjáanleika í kostnaði ásamt ráðgjöf færustu sérfræðinga við framþróun kerfanna.

Þannig kveður samningurinn á um að Advania beri ábyrgð á daglegum rekstri og að hlutverk fyrirtækisins sé að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir til að tryggja öryggi kerfisins og virkni. Fyrir þessa þjónustu greiðir Reykjavíkurborg fast mánaðarlegt gjald. Sérfræðingar Advania eru á vaktinni allan sólarhringinn, allt árið um kring og ferlar félagsins eru vottaðir samkvæmt ISO 27001, alþjóðlegum staðli um upplýsingaöryggi.

„Samningurinn við Advania er mikilvægur liður í því að styrkja stoðir upplýsingatæknireksturs borgarinnar með útvistun skilgreindra rekstrarþátta. Advania hefur sýnt fram á mikla reynslu og getu til þess að taka að sér umfangsmikil rekstrarverkefni sem þessi. Við hjá upplýsingatæknideild erum afar ánægð með niðurstöður útboðsins og samninginn við Advania“ segir Jón Ingi Þorvaldsson deildarstjóri upplýsingatæknideildar hjá Reykjavíkurborg.

„Uppitími og þjónustugeta netkerfa skiptir sífellt meira máli og það er ekki síður mikilvægt að hægt sé að reka umrædd kerfi á hagkvæman máta. Við erum sérstaklega stolt af því að fá tækifæri til þess að takast á hendur þetta verkefni með Reykjavíkurborg. Fjöldi nettengdra tækja og netnotkun starfsmanna Reykjavíkur og borgarbúa allra eykst stöðugt. Jákvæð upplifun af þeirri þróun hvílir á þjónustugæðum við undirliggjandi netkerfi“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.


Allar fréttir
Mynd með frétt

18. 

október  

2018

Helgi Björgvinsson nýr forstöðumaður hjá Advania

Helgi Björgvinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður yfir sölu á hugbúnaðalausnum hjá Advania.

Lesa

11. 

október  

2018

Högni Hallgrímsson til Advania

Högni Hallgrímsson hefur verið ráðinn forstöðumaður verslana- og afgreiðslulausna Advania.

Lesa

10. 

október  

2018

Advania smíðar nýja skipaskrá

Advania hefur verið falið að smíða nýja skipaskrá fyrir Samgöngustofu.

Lesa