Einar Þórarinsson leiðir uppbyggingu þjónustuupplifunar hjá Advania

Fréttir
10.04.2017
Einar Þórarinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður þjónustuupplifunar hjá Advania. Í starfinu leiðir hann hóp sem hefur það meginverkefni að skilgreina og ýta í framkvæmd aðgerðum sem stuðla að enn betri upplifun viðskiptavina. Á annan tug starfsmanna eru í hópnum sem heyrir undir þjónustu- og markaðssvið Advania.

„Ég er mjög spenntur fyrir að fá að vinna með þessum öfluga hópi að þeim verkefnum sem framundan eru“ segir Einar. „Eitt verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er að ná betur utan um þjónustuveitingu Advania í öllum snertingum sem við eigum við viðskiptavini og við munum vinna heildstætt að því að gera upplifun þeirra enn betri en áður.“

Einar hefur starfað sem forstöðumaður ferla og innri upplýsingatækni hjá Advania frá árinu 2014 en hann hóf störf hjá fyrirtækinu árið 2011, þá sem forstöðumaður þjónustu á rekstrarlausnasviði. Áður en hann byrjaði hjá Advania var hann forstöðumaður upplýsingatæknisviðs hjá Vodafone og gegndi hann ýmsum stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu á árunum 2000-2011. Hann er kvæntur Valborgu Ragnarsdóttur, leikskólakennara og saman eiga þau tvö börn. 

„Einar býr yfir gífurlega mikilli reynslu sem kemur til með að nýtast vel í þeim verkefnum sem hópurinn stendur frammi fyrir“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Markmið okkar er að styrkja innviði, auka gæði samskipta, og auðvelda starfsfólki okkar að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu. 
 

Allar fréttir
Mynd með frétt

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa

27. 

júní  

2018

Charlotte og Anna Þórdís til Advania

Tveir nýjir stjórnendaráðgjafar hafa gengið til liðs við Advania. Þær Charlotte Aström og Anna Þórdís Rafnsdóttir hafa verið ráðnar inn í ráðgjafateymið Advania Advice.

Lesa