Sparnaður ríkisins gæti numið 100 milljónum króna á ári

Fréttir
06.06.2017

Ríkiskaup hafa lagt lokahönd á rammasamning um kaup á tölvubúnaði sem gæti sparað íslenska ríkinu um 100 milljónir króna á ári. Þetta er í fyrsta skipti sem Ríkiskaup skilgreina forgangsbirgja vegna kaupa á slíkum búnaði.
 
„Við höfum góða reynslu af þeim rammasamningum þar sem skilgreindur hefur verið forgangsbirgi“ segir Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa. „Þetta fyrirkomulag einfaldar innkaupaferla og tryggir ríkisstofnunum hagkvæmari verð og er því samningurinn alveg í anda markmiðs okkar um að auka hagkvæmni í innkaupum opinberra aðila“.
 
Samningurinn kemur til eftir útboðsferli sem lauk í maí síðastliðnum og kveður á um að Advania verði forgangsbirgi Ríkiskaupa næstu tvö árin. Í samningnum eru tilgreindar ákveðnar tegundir notendabúnaðar frá Dell sem ríkisstofnunum stendur til boða að kaupa. 
 
„Það eru frábærar fréttir fyrir okkur hjá Advania að fá að vera forgangsbirgi Ríkiskaupa á sviði notendabúnaðar næstu árin“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. Samningur sem þessi, sem tilgreinir ákveðnar gerðir búnaðar í miklu magni, gerir okkur kleift að sækja betri verð til birgja og skila ávinningnum til viðskiptavina, sem í þessu tilfelli eru ríkisstofnanir. Miðað við endurnýjunarþörf síðustu ára reiknast okkur til að sparnaður ríkisins vegna þessa samnings geti numið um 100 milljónum króna á ári. Við erum stolt af því að geta tryggt opinberum aðilum betra verð á vönduðum tölvubúnaði frá Dell og hvetjum viðskiptavini okkar til að skoða kosti þess að fara í sambærilegt samstarf með okkur.“


Allar fréttir

18. 

október  

2018

Helgi Björgvinsson nýr forstöðumaður hjá Advania

Helgi Björgvinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður yfir sölu á hugbúnaðalausnum hjá Advania.

Lesa

11. 

október  

2018

Högni Hallgrímsson til Advania

Högni Hallgrímsson hefur verið ráðinn forstöðumaður verslana- og afgreiðslulausna Advania.

Lesa

10. 

október  

2018

Advania smíðar nýja skipaskrá

Advania hefur verið falið að smíða nýja skipaskrá fyrir Samgöngustofu.

Lesa