Íris nýr fræðslustjóri Advania

Fréttir
15.06.2017
Íris Sigtryggsdóttir hefur verið ráðin fræðslustjóri Advania á Íslandi. Hún mun hafa yfirumsjón með allri almennri starfsmannafræðslu, sérfræði- og stjórnendaþjálfun í fyrirtækinu auk þess að stýra margvíslegri þjálfun og fræðslu fyrir viðskiptavini Advania hérlendis.

Íris var áður forstöðumaður markaðsmála hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Greenqloud (2014 til 2017) og verkefnastjóri mannauðs- og markaðsmála hjá Þekkingu (2013 til 2014). Þá sinnti hún mannauðs-, markaðsmálum og viðburðastjórnun hjá fjárfestingarfyrirtækinu Sorrento Asset Management og Northern Trust Corp. í Dublin á Írlandi. Íris lauk B.Sc. prófi í viðskiptafræði frá University College Dublin og diplómanámi í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

Advania er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum og þjónustar um 10 þúsund fyrirtæki og stofnanir. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi auk þess sem umfangsmikil starfsemi er í Svíþjóð og Noregi. Starfsmenn Advania á Íslandi eru 600 talsins en alls starfa um 1.000 manns hjá fyrirtækinu á 20 starfsstöðvum á Norðurlöndum.

Allar fréttir
Mynd með frétt

18. 

október  

2018

Helgi Björgvinsson nýr forstöðumaður hjá Advania

Helgi Björgvinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður yfir sölu á hugbúnaðalausnum hjá Advania.

Lesa

11. 

október  

2018

Högni Hallgrímsson til Advania

Högni Hallgrímsson hefur verið ráðinn forstöðumaður verslana- og afgreiðslulausna Advania.

Lesa

10. 

október  

2018

Advania smíðar nýja skipaskrá

Advania hefur verið falið að smíða nýja skipaskrá fyrir Samgöngustofu.

Lesa