Íris nýr fræðslustjóri Advania

Fréttir
15.06.2017
Íris Sigtryggsdóttir hefur verið ráðin fræðslustjóri Advania á Íslandi. Hún mun hafa yfirumsjón með allri almennri starfsmannafræðslu, sérfræði- og stjórnendaþjálfun í fyrirtækinu auk þess að stýra margvíslegri þjálfun og fræðslu fyrir viðskiptavini Advania hérlendis.

Íris var áður forstöðumaður markaðsmála hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Greenqloud (2014 til 2017) og verkefnastjóri mannauðs- og markaðsmála hjá Þekkingu (2013 til 2014). Þá sinnti hún mannauðs-, markaðsmálum og viðburðastjórnun hjá fjárfestingarfyrirtækinu Sorrento Asset Management og Northern Trust Corp. í Dublin á Írlandi. Íris lauk B.Sc. prófi í viðskiptafræði frá University College Dublin og diplómanámi í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

Advania er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum og þjónustar um 10 þúsund fyrirtæki og stofnanir. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi auk þess sem umfangsmikil starfsemi er í Svíþjóð og Noregi. Starfsmenn Advania á Íslandi eru 600 talsins en alls starfa um 1.000 manns hjá fyrirtækinu á 20 starfsstöðvum á Norðurlöndum.

Allar fréttir
Mynd með frétt

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa

27. 

júní  

2018

Charlotte og Anna Þórdís til Advania

Tveir nýjir stjórnendaráðgjafar hafa gengið til liðs við Advania. Þær Charlotte Aström og Anna Þórdís Rafnsdóttir hafa verið ráðnar inn í ráðgjafateymið Advania Advice.

Lesa