Frjálsíþróttasamband Íslands og Advania hefja langhlaup

Fréttir
13.09.2017

Advania verður aðalstyrktaraðili Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ), samkvæmt samningi sem undirritaður var í dag. Fyrirtækið mun bæði styðja sambandið með beinu fjárframlagi og tölvubúnaði sem nýtist í starfi sambandsins næstu árin.

Guðmundur Karlsson, framkvæmdastjóri FRÍ, segir samninginn mjög mikilvægan fyrir Frjálsíþróttasambandið. „Okkur finnst táknrænt að fá eitt öflugasta fyrirtæki landsins í okkar stuðningssveit. Líkt og fyrirtækið er íslenskt frjálsíþróttafólk metnaðarfullt, setur sér háleit markmið og hefur náð góðum árangri. Við fögnum því að Advania hafi valið okkur til samstarfs og stuðningurinn mun nýtast okkar fólki vel."

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, segir fyrirtækið hafa viljað styðja við frábært starf Frjálsíþróttasambandsins. „Það eru mörg stór verkefni framundan hjá frjálsíþróttafólkinu okkar og við viljum styðja það með ráðum og dáð. Við hlökkum til samstarfsins, sem okkar starfsfólk mun einnig njóta góðs af þar sem afreksfólk og þjálfarar frá FRÍ verða okkur til ráðgjafar við hlaupafræðslu og heilsueflingu innan Advania.”

 Á myndinni eru Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi og Guðmundur Karlsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands


Allar fréttir
Mynd með frétt

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa

27. 

júní  

2018

Charlotte og Anna Þórdís til Advania

Tveir nýjir stjórnendaráðgjafar hafa gengið til liðs við Advania. Þær Charlotte Aström og Anna Þórdís Rafnsdóttir hafa verið ráðnar inn í ráðgjafateymið Advania Advice.

Lesa