Takk fyrir frábæra Haustráðstefnu 2017 - SJÁÐU GLÆRURNAR!

Fréttir
29.09.2017

Haustráðstefna Advania 2017 var haldin í Hörpu, föstudaginn 8. september, en þangað mættu ríflega 1.000 manns. Á ráðstefnunni voru alls 34 erindi um mörg helstu málefnin sem hafa verið í deiglunni undanfarin misseri í upplýsingatæknigeiranum. Það verður verðugt verkefni að setja saman viðlíka ráðstefnu að ári en sú vinna er þegar hafin. Við vonumst til að sjá sem flesta aftur á Haustráðstefnu Advania 2018.

Þó nokkrir fyrirlesarar hafa gefið okkur heimild fyrir því að dreifa glærukynningum sínum frá ráðstefnunni. Því miður getum við ekki dreift upptökum frá ráðstefnunni, en hér að neðan geta áhugasamir nálgast glærurnar sem einstakir fyrirlesarar fóru yfir.


Allar fréttir
Mynd með frétt

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa

27. 

júní  

2018

Charlotte og Anna Þórdís til Advania

Tveir nýjir stjórnendaráðgjafar hafa gengið til liðs við Advania. Þær Charlotte Aström og Anna Þórdís Rafnsdóttir hafa verið ráðnar inn í ráðgjafateymið Advania Advice.

Lesa