Advania samstarfsaðili ársins hjá DynamicWeb

Fréttir
02.10.2017

Advania er alþjóðlegur samstarfsaðili ársins hjá DynamicWeb, en fyrirtækið hlaut þessa viðurkenningu fyrr í dag.

DynamicWeb er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í vefverslunarlausnum og nýtir Advania lausnir fyrirtækisins til smíði á vefverslunum fyrir viðskiptavini félagsins.  

„Gott samband við samstarfsaðila er mikilvægur liður í að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi vöru og þjónustu" segir Sigrún Eva Ármansdóttir, forstöðumaður veflausna hjá Advania. "Þessi viðurkenning er okkur mikil hvatning þar sem að hún staðfestir að DynamicWeb sér Advania sem mikilvægan samstarfsaðila og við í veflausnarteyminu erum í skýjunum með þetta.

„Þegar við ráðumst í gerð vefverslana er markmiðið alltaf það að viðskiptavinir standi eftir með þau tæki og tól sem þeir þurfa til að mæta væntingum viðskiptavina sinna“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. „Það er virkilega ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu sem er vitnisburður um þann árangur sem við höfum náð í innleiðingarverkefnum okkar.“

-------
Mynd: Bríet Pálsdóttir og Jóhann Þór Kristþórsson frá veflausnarteymi Advania taka á móti viðurkenningunni.


Allar fréttir
Mynd með frétt

20. 

september  

2018

Uppselt á Haustráðstefnu Advania

Miðar á Haustráðstefnu Advania seldust upp í dag. Er þetta stærsta og umfangsmesta Haustráðstefna Advania til þessa en hún verður nú haldin í 24. sinn.

Lesa

10. 

september  

2018

Stemning á haustfögnuði Vertonet

Fullt var út úr dyrum á fyrsta viðburði Vertonet, hagsmunasamtaka kvenna í upplýsingatækni sem fram fór í húsakynnum Advania á dögunum. Á annað hundrað konur mættu á haustfögnuð til að efla tengslanetið og lyfta sér upp.

Lesa

7. 

september  

2018

Anna Björk nýr framkvæmdastjóri hjá Advania

Anna Björk Bjarnadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri ráðgjafar og sérlausna hjá Advania. Hún mun stýra sókn félagsins í ráðgjöf til viðskiptavina um stafræna umbreytingu.

Lesa