Gagnlegt lesefni um veikleika í þráðlausum nettengingum

Fréttir
17.10.2017

Nýlega komu fram upplýsingar um veikleika í auðkenningar- og dulkóðunarstaðli fyrir þráðlausar nettengingar (e. Wi-fi). Þessi veikleiki gerir óprúttnum aðilum, sem eru innan dreifisvæðis þráðlausu nettengingarinnar, kleift að komast inn á netið hjá einstökum notendum og lesa gögn þeirra eða jafnvel koma fyrir gögnum eða vírusum. Um er að ræða veikleika sem hefur áhrif á allar tegundir netbúnaðar og stýrikerfa, óháð framleiðanda og þjónustuaðila.

Við viljum benda viðskiptavinum okkar og almenningi á að kynna sér vel upplýsingar um veikleikann á heimasíðu netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS & CERT-ÍS). Íslenskir fjölmiðlar hafa gert málinu ágæt skil og neðst í þessari grein höfum við tekið saman áhugavert lesefni um veikleikann.

Vakin er athygli á því að ef árásaraðili ætlar að notfæra sér umræddan veikleika þarf sá hinn sami að vera innan dreifisvæðis þráðlausa netsins og hafa djúpa kerfis- og tækniþekkingu.
Þegar upp koma mál sem þessi er viðbúið að flestir framleiðendur netbúnaðar og stýrikerfa sendi frá sér uppfærslur við fyrsta tækifæri og nú þegar hefur Microsoft gefið út uppfærslu fyrir Windows stýrikerfið. Notendur sem samið hafa við Advania um uppfærslur Windows stýrikerfisins ættu þ.a.l. nú þegar að hafa fengið uppfærsluna. Við mælum almennt með því að notendur fylgist vel með og uppfæri stýrikerfi og búnað skv. ráðleggingum framleiðenda. 

Við bendum á eftirfarandi greinar fyrir frekari upplýsingar og hvetjum viðskiptavini til að hafa samband við okkur á advania@advania.is ef óskað er eftir ráðgjöf: 

 

 


Allar fréttir
Mynd með frétt

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa

27. 

júní  

2018

Charlotte og Anna Þórdís til Advania

Tveir nýjir stjórnendaráðgjafar hafa gengið til liðs við Advania. Þær Charlotte Aström og Anna Þórdís Rafnsdóttir hafa verið ráðnar inn í ráðgjafateymið Advania Advice.

Lesa