Advania blæs nýju lífi í vef hjúkrunarfræðinga

Fréttir
03.11.2017

Veflausnasvið Advania hefur undanfarið unnið að nýjum og endurbættum vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og er vefurinn nú kominn í loftið.

Félagið hafði áður haldið úti vef í 10 ár sem var farinn að kalla á nokkuð róttækar breytingar til að mæta vefnotkun nýrra tíma. Nýi vefurinn tekur mið af nýjustu kröfum um útlit og notendavænleika og lagar sig að ólíkum skjástærðum. Haft var að leiðarljósi að bæta aðgengi notenda að þjónustu og upplýsingum.

Vefurinn er einn af fyrstu viðkomustöðum þeirra sem leita upplýsinga um allt sem viðkemur hjúkrun og þarf sem slíkur að geta miðlað upplýsingum á mjög ólíku formi eftir efni.

Almenn ánægja var með verkefnið meðal hjúkrunarfræðinga og viljum við óska þeim innilega til hamingju með nýjan, fallegan og notendavænan vef. 


Allar fréttir
Mynd með frétt

18. 

október  

2018

Helgi Björgvinsson nýr forstöðumaður hjá Advania

Helgi Björgvinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður yfir sölu á hugbúnaðalausnum hjá Advania.

Lesa

11. 

október  

2018

Högni Hallgrímsson til Advania

Högni Hallgrímsson hefur verið ráðinn forstöðumaður verslana- og afgreiðslulausna Advania.

Lesa

10. 

október  

2018

Advania smíðar nýja skipaskrá

Advania hefur verið falið að smíða nýja skipaskrá fyrir Samgöngustofu.

Lesa