Advania blæs nýju lífi í vef hjúkrunarfræðinga

Fréttir
03.11.2017

Veflausnasvið Advania hefur undanfarið unnið að nýjum og endurbættum vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og er vefurinn nú kominn í loftið.

Félagið hafði áður haldið úti vef í 10 ár sem var farinn að kalla á nokkuð róttækar breytingar til að mæta vefnotkun nýrra tíma. Nýi vefurinn tekur mið af nýjustu kröfum um útlit og notendavænleika og lagar sig að ólíkum skjástærðum. Haft var að leiðarljósi að bæta aðgengi notenda að þjónustu og upplýsingum.

Vefurinn er einn af fyrstu viðkomustöðum þeirra sem leita upplýsinga um allt sem viðkemur hjúkrun og þarf sem slíkur að geta miðlað upplýsingum á mjög ólíku formi eftir efni.

Almenn ánægja var með verkefnið meðal hjúkrunarfræðinga og viljum við óska þeim innilega til hamingju með nýjan, fallegan og notendavænan vef. 


Allar fréttir
Mynd með frétt

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa

27. 

júní  

2018

Charlotte og Anna Þórdís til Advania

Tveir nýjir stjórnendaráðgjafar hafa gengið til liðs við Advania. Þær Charlotte Aström og Anna Þórdís Rafnsdóttir hafa verið ráðnar inn í ráðgjafateymið Advania Advice.

Lesa