Minni pappírssóun og færri bílferðir

Fréttir
15.11.2017

Starfsfólk á HSN - Heilbrigðisstofnun Norðurlands snarminnkaði pappírsnotkun, dró verulega úr akstursferðum og lækkaði símakostnað með því að taka upp Office 365 lausnina.


Við hjá Advania aðstoðuðum við að bæta rafræn samskipti innan stofnunarinnar með því að innleiða kerfið. Við erum stolt af árangrinum sem framsækið starfsfólk heilbrigðisstofnunarinnar náði og tókum fagnandi við viðurkenningu á verkefninu frá Microsoft Ísland á dögunum.


Heilbrigðisstofnun Norðurlands þjónustar stórt landsvæði og starfrækir 18 heilsugæslustöðvar, fjögur sjúkrahús og þrjú hjúkrunarheimili. Hingað til hefur mikill kostnaður farið í akstursferðir og símtöl starfsfólks þvert á umdæmið. Með bættu rafrænu samskiptaumhverfi hefur starfsfólkinu tekist að fækka bílferðum, minnka símakostnað og draga úr pappírsnotkun.


Microsoft Ísland blés til fögnuðar í Ægisgarði á dögunum og veitti framúrskarandi verkefnum samstarfsaðila sinna verðlaun. Í flokknum hagræðing reksturs eða Optimizing Operations hlaut Advania verðlaun fyrir verkefnið með Heilbrigðisstofnun Norðurlands.


Advania hlaut einnig verðlaun í flokknum umbreyting vöruframboðs eða Transforming Products fyrir verkefnið Síminn Pay. Lausnin gerir fólki kleift að greiða fyrir vörur og þjónustu með snjallsímanum sínum.
Sigurður Friðrik Pétursson vörustjóri Microsoft hjá Advania tók við verðlaunum fyrir hönd Advania.


Allar fréttir
Mynd með frétt

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa

27. 

júní  

2018

Charlotte og Anna Þórdís til Advania

Tveir nýjir stjórnendaráðgjafar hafa gengið til liðs við Advania. Þær Charlotte Aström og Anna Þórdís Rafnsdóttir hafa verið ráðnar inn í ráðgjafateymið Advania Advice.

Lesa