Advania á Íslandi hlýtur eftirsótta viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur

Fréttir
16.11.2017

Advania hlaut á dögunum eftirsótta viðurkenningu frá alþjóðlega hug- og vélbúnaðarrisanum NCR fyrir afburða árangur og gæði í starfi. Verðlaunin nefnast "Partner Award for Excellence" og voru þau afhent á árlegri ráðstefnu í Barcelona, þangað sem NCR hafði stefnt alþjóðlegum samstarfsaðilum sínum. 

 Ívar Logi Sigurbergsson sölustjóri hjá Advania á Íslandi og Daði Snær Skúlason vörustjóri veittu viðurkenningunni móttöku.

NCR hefur verið leiðandi í þjónustu við banka og smásölufyrirtæki síðan 1884 og veitir þjónustu í yfir 120 löndum. Fyrirtækið hefur þróað hugbúnaðarlausnir og sölu- og afgreiðslubúnað af ýmsu tagi og daglega fara um 700 milljón færslur gegnum lausnir frá NCR.  Vél- og hugbúnaður frá NCR hefur verið notaður á Íslandi í rúm 30 ár við góðan orðstír hjá stærstu bönkum, verslunar- og þjónustufyrirtækjum landsins.

 „Þessi verðlaun eru sérstaklega gleðileg, enda eru þau ekki eingöngu veitt fyrir sölu umfram markmið heldur eru þau eingöngu veitt þeim samstarfsaðilum NCR sem hafa sýnt fram á yfirburða þekkingu á lausnum og þjónustu félagsins. Samstarf okkar við NCR hefur gengið ótrúlega vel og ótal viðskiptavinir Advania á Íslandi hafa notið ávinningsins af því samstarfi" Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi


Allar fréttir
Mynd með frétt

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa

27. 

júní  

2018

Charlotte og Anna Þórdís til Advania

Tveir nýjir stjórnendaráðgjafar hafa gengið til liðs við Advania. Þær Charlotte Aström og Anna Þórdís Rafnsdóttir hafa verið ráðnar inn í ráðgjafateymið Advania Advice.

Lesa