Gagnaveita Reykjavíkur veitir framúrskarandi þjónustu

Fréttir
23.11.2017

Gagnaveita Reykjavíkur hlaut á dögunum tvenn verðlaun á stærstu háhraðaráðstefnu heims, fyrir þjónustuna Ein heimsókn. App sem smíðað er í OutSystems með aðstoð Advania, leikur stórt hlutverk í þjónustunni.
Ein heimsókn er þjónusta Ljósleiðarans sem felur í sér að starfsmaður Gagnaveitunnar græjar uppsetningu og ljósleiðarasamband með einni heimsókn á heimili notanda.

„Rafrænir ferlar eru gríðarlega mikilvægir í þjónustu Ljósleiðarans. Því fengum við aðstoð Advania við að gera sérstakt app fyrir starfsmenn okkar sem sjá um uppsetningar Ljósleiðarans í heimahúsum. Nú fá tæknimenn okkar pöntun beint í spjaldtölvuna um leið og fjarskiptafyrirtækið sendir hana. Fjarskiptafyrirtækið fær tilkynningu um leið og verki er lokið. Starfsmaður vistar myndir af frágangi í appinu og hann getur virkjað tengingu með einni skipun. Viðskiptavinur og fjarskiptafyrirtækið fá svo samantekt með myndum á PDF formi við verklok. Það er óhætt að segja að þessi frábæra vinna Advania við gerð appsins sé einn af lykilþáttum þessarar þjónustu,“ segir Valur Heiðar Sævarsson markaðsstjóri Gagnaveitu Reykjavíkur.

„Sú krafa að hugbúnaðarþróun taki stuttan tíma án þess að gæðum sé fórnað verður æ háværari. OutSystems þróunarumhverfi er einmitt svar við þessir kröfu, að geta verið snöggur að þróa lausnir án þess að draga úr kröfum um gæði. Hugbúnaðarþróun í þessu umhverfi tekur aðeins 20-25 % af tímanum við hefðbundna forritunarvinnu, hvort sem um er að ræða stærri kerfi eða svokölluð öpp,“ segir Gísli Ragnar Ragnarsson forstöðumaður sölu á hugbúnaðarlausnum Advania.


Allar fréttir
Mynd með frétt

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa

27. 

júní  

2018

Charlotte og Anna Þórdís til Advania

Tveir nýjir stjórnendaráðgjafar hafa gengið til liðs við Advania. Þær Charlotte Aström og Anna Þórdís Rafnsdóttir hafa verið ráðnar inn í ráðgjafateymið Advania Advice.

Lesa