Vegna atviks í Borgarhólsskóla á Húsavík

Fréttir
25.11.2017

Í byrjun nóvember uppgötvaðist alvarleg villa í aðgangsstýringu tölvukerfis Borgarhólsskóla, sem Advania þjónustar og rekur. Vegna villunnar urðu upplýsingar frá einum notanda kerfisins aðgengilegar fleiri notendum í um það bil einn sólarhring.

Við hjá Advania litum atvikið alvarlegum augum og brugðumst strax við með því að loka fyrir allan aðgang að kerfinu á meðan málið var rannsakað. Tveir starfsmenn Advania fóru á staðinn til að fylgja málinu eftir og sérfræðingar okkar fóru strax í að greina frávikið.

Niðurstöður greiningarinnar sýna að um var að ræða mannleg mistök við yfirfærslu á gögnum milli kerfa.

Við hjá Advania hörmum að upplýsingar hafi orðið aðgengilegar óviðkomandi einstaklingum. Við höfum tekið verkferla, þjálfun starfsfólks og gæðaeftirlit til ítarlegrar endurskoðunar til að fyrirbyggja að svona atvik geti gerst aftur. Ljóst er að um einangrað atvik var að ræða.

Fyrir hönd Advania bið ég þá innilega afsökunar sem urðu fyrir óþægindum vegna atviksins.  

Virðingarfyllst,

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi


Allar fréttir
Mynd með frétt

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa

27. 

júní  

2018

Charlotte og Anna Þórdís til Advania

Tveir nýjir stjórnendaráðgjafar hafa gengið til liðs við Advania. Þær Charlotte Aström og Anna Þórdís Rafnsdóttir hafa verið ráðnar inn í ráðgjafateymið Advania Advice.

Lesa