Stuð í afmæli vefumsjónarkerfisins LiSA

Fréttir
27.11.2017

Þegar íslenskur hugbúnaður stenst tímans tönn, telst það frábær árangur. Þess vegna blésum við hjá Advania til fögnuðar á dögunum í tilefni af tvítugsafmæli vefumsjónarkerfisins LiSA. Byrjað var að þróa kerfið árið 1997 og hefur það eflst með hverju árinu síðan.

Notendur LiSA eru af ýmsum toga, svo sem starfsmenn Stjórnarráðsins, Landsbankans, Arion banka, Íslandsbanka, Valitor, Borgunar, Þjóðskrár, vefverslunar Ölgerðarinnar, Vodafone og fjölmargir aðrir. Margir þeirra tóku þátt í að fagna góðu gengi og langlífi LiSU í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni á dögunum. Ari Eldjárn fór á kostum og stuð var í húsinu fram eftir kvöldi.

Við þökkum gestunum kærlega fyrir komuna og skemmtilega samveru! 


Allar fréttir
Mynd með frétt

18. 

október  

2018

Helgi Björgvinsson nýr forstöðumaður hjá Advania

Helgi Björgvinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður yfir sölu á hugbúnaðalausnum hjá Advania.

Lesa

11. 

október  

2018

Högni Hallgrímsson til Advania

Högni Hallgrímsson hefur verið ráðinn forstöðumaður verslana- og afgreiðslulausna Advania.

Lesa

10. 

október  

2018

Advania smíðar nýja skipaskrá

Advania hefur verið falið að smíða nýja skipaskrá fyrir Samgöngustofu.

Lesa