Vefur Stjórnarráðsins verðlaunaður

Fréttir
01.12.2017

stjornarradid.is var valinn besti ríkisvefurinn í úttektinni „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2017“. Vefurinn er hannaður og forritaður af starfsfólki Advania. Fúnksjón sá um þarfagreininguna.

Niðurstöðum úttektarinnar var fagnað á degi upplýsingatækninnar sem haldinn var hátíðlegur á Grand hóteli 30.nóvember. Úttekt á opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga hefur verið gerð sjö sinnum frá árinu 2005. Tæplega 300 vefir hafa verið kannaðir í hvert sinn og hefur úttektin náð yfir innihald, nytsemi, aðgengi, þjónustu og lýðræðislega þátttöku. Undanfarnar tvær kannanir hafa einnig tekið til öryggisþátta vefjanna.

Veittar voru viðurkenningar fyrir besta ríkisvefinn og besta vef sveitarfélags. Fimm stigahæstu vefirnir í hvorum flokki voru lagðir fyrir dómnefnd sem ákvað hvaða vefir skyldu hljóta viðurkenningu að þessu sinni.

Vefur Stjórnarráðsins var valinn besti ríkisvefurinn. Hann þótti stílhreinn, aðgengilegur og veita góða yfirsýn yfir fjölþætta starfsemi stjórnarráðsins. Vefurinn nýtir LiSU vefumsjónarkerfið og þjónustu frá veflausnasviði Advania, eins og vefir Þjóðskrár Íslands og Neytendastofu sem voru meðal fimm stigahæstu ríkisvefunum.

Við hjá Advania unnum þétt og vel með frábæru starfsfólki Stjórnarráðsins og óskum þeim og öðrum verðlaunahöfum til hamingju! 


Allar fréttir
Mynd með frétt

18. 

október  

2018

Helgi Björgvinsson nýr forstöðumaður hjá Advania

Helgi Björgvinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður yfir sölu á hugbúnaðalausnum hjá Advania.

Lesa

11. 

október  

2018

Högni Hallgrímsson til Advania

Högni Hallgrímsson hefur verið ráðinn forstöðumaður verslana- og afgreiðslulausna Advania.

Lesa

10. 

október  

2018

Advania smíðar nýja skipaskrá

Advania hefur verið falið að smíða nýja skipaskrá fyrir Samgöngustofu.

Lesa