Vefur Stjórnarráðsins verðlaunaður

Fréttir
01.12.2017

stjornarradid.is var valinn besti ríkisvefurinn í úttektinni „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2017“. Vefurinn er hannaður og forritaður af starfsfólki Advania. Fúnksjón sá um þarfagreininguna.

Niðurstöðum úttektarinnar var fagnað á degi upplýsingatækninnar sem haldinn var hátíðlegur á Grand hóteli 30.nóvember. Úttekt á opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga hefur verið gerð sjö sinnum frá árinu 2005. Tæplega 300 vefir hafa verið kannaðir í hvert sinn og hefur úttektin náð yfir innihald, nytsemi, aðgengi, þjónustu og lýðræðislega þátttöku. Undanfarnar tvær kannanir hafa einnig tekið til öryggisþátta vefjanna.

Veittar voru viðurkenningar fyrir besta ríkisvefinn og besta vef sveitarfélags. Fimm stigahæstu vefirnir í hvorum flokki voru lagðir fyrir dómnefnd sem ákvað hvaða vefir skyldu hljóta viðurkenningu að þessu sinni.

Vefur Stjórnarráðsins var valinn besti ríkisvefurinn. Hann þótti stílhreinn, aðgengilegur og veita góða yfirsýn yfir fjölþætta starfsemi stjórnarráðsins. Vefurinn nýtir LiSU vefumsjónarkerfið og þjónustu frá veflausnasviði Advania, eins og vefir Þjóðskrár Íslands og Neytendastofu sem voru meðal fimm stigahæstu ríkisvefunum.

Við hjá Advania unnum þétt og vel með frábæru starfsfólki Stjórnarráðsins og óskum þeim og öðrum verðlaunahöfum til hamingju! 


Allar fréttir
Mynd með frétt

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa

27. 

júní  

2018

Charlotte og Anna Þórdís til Advania

Tveir nýjir stjórnendaráðgjafar hafa gengið til liðs við Advania. Þær Charlotte Aström og Anna Þórdís Rafnsdóttir hafa verið ráðnar inn í ráðgjafateymið Advania Advice.

Lesa