Aukin umsvif Advania í Noregi

Fréttir
05.12.2017

Advania eykur umsvif sín með aðkomu að nýrri viðskiptalausn fyrir Felleskjøpet, leiðandi birgja í landbúnaðarvörum í Noregi. Felleskjøpet er samvinnufélag í eigu 44 000 bænda. Það hyggst nú færa framtíðarviðskipti sín í Dynamics 365 umhverfið.

Felleskjøpet er markaðsráðandi í viðskiptum með landbúnaðarvörur í Noregi. Félagið veltir um 188 milljörðum króna á ári og er með meira en 3150 starfsmenn. 

Á dögunum gerði Felleskjøpet stóran samning við norska hugbúnaðarfyrirtækið iStone um þróun á nýrri viðskiptalausn. Verkefnið er gríðarlega umfangsmikið og felur í sér að viðskipti Felleskjøpet byggi á skýjalausninni Dynamics 365 frá Microsoft. Samningurinn snýst um margra ára samvinnu iStone, Advania og Felleskjøpet.

Advania og iStone hafa áður átt farsælt samstarf um viðskiptalausnir og því var Advania fengið til að sjá um innleiðingu viðskiptakerfisins fyrir Felleskjøpet.


Allar fréttir
Mynd með frétt

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa

27. 

júní  

2018

Charlotte og Anna Þórdís til Advania

Tveir nýjir stjórnendaráðgjafar hafa gengið til liðs við Advania. Þær Charlotte Aström og Anna Þórdís Rafnsdóttir hafa verið ráðnar inn í ráðgjafateymið Advania Advice.

Lesa