Tími til að bregðast við GDPR!

Fréttir
05.12.2017

Stjórnendur og forsvarsmenn fyrirtækja í Evrópu eru í óða önn að undirbúa sig undir GDPR, nýjar evrópskar reglur um verndun persónupplýsinga. Reglurnar taka gildi þann 25. maí á næsta ári og ná til allra þeirra sem sýsla með persónuupplýsingar.

Metþátttaka var á morgunverðarfundi Advania í Reykjavík á dögunum þegar rætt var um undirbúning fyrir GDPR. Áhuginn á fundinum er til marks um að atvinnulífið sé að búa sig undir breytingarnar.

Advania hefur nýlega sett á saman teymi sérfræðinga sem veitir stjórnendum ráðgjöf, meðal annars um þau skref sem þarf að stíga til að tryggja að fyrirtæki starfi í samræmi við ný lög. Teymið heitir Advania Advice og er skipað ráðgjöfum með yfirgripsmikla þekkingu á umbreytingum stjórnkerfa og verkferlum fyrirtækja. Ráðgjafarnir hafa meðal annars leitt stór fyrirtæki í gegnum allan undirbúning fyrir GDPR. Advania Advice getur því veitt fyrirtækjum aðstoð, ýmist við einstaka verkþætti eða allt ferlið frá undirbúningi að verklokum.

Sérfræðingum Advania ber saman um að óþarfi sé að hafa áhyggjur af lagabreytingunni en full ástæða sé til að hefja undirbúning sem fyrst. 


Allar fréttir
Mynd með frétt

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa

27. 

júní  

2018

Charlotte og Anna Þórdís til Advania

Tveir nýjir stjórnendaráðgjafar hafa gengið til liðs við Advania. Þær Charlotte Aström og Anna Þórdís Rafnsdóttir hafa verið ráðnar inn í ráðgjafateymið Advania Advice.

Lesa