For­stjór­inn brugg­ar fyr­ir starfs­menn

Fréttir
15.12.2017
Ægir Már Þóris­son, for­stjóri Advania, og fé­lag­ar hans í bjór­klúbbi fyr­ir­tæk­is­ins brugga á annað þúsund lítra af bjór fyr­ir sam­starfs­fólk sitt og viðskipta­vini. Bjór­inn kall­ast Ölgjörvi og verður á boðstóln­um á ný­árs­gleði Advania.

Í sam­tali við Mat­ar­vef­ mbl.is sagði Ægir að mik­ill áhugi starf­manna hefði verið kveikj­an að brugg­inu en kunn­átt­an hefði jafn­framt verið tölu­verð. „Hér voru nokkr­ir brugg­ar­ar og þar á meðal einn, Guðmund­ur Karl Karls­son, sem hafði sigrað brugg­keppni með bjór sem hann kallaði Austra.“

Það var því ekki langt að sækja þekk­ing­una en í ár verður boðið upp á Ölgjörva 3.0 sem jafn­framt er þriðji ár­gang­ur­inn. Mik­ill metnaður er jafn­an lagður í umbúðahönn­un og ágang­ur í birgðirn­ar slík­ur að í fyrra kláraðist upp­lagið á undra­verðum hraða.

Ölgjörvi 1.0 var fyrsta upp­lagið og var bruggaður hjá Gæðingi í Skagaf­irði. Starfs­menn Advania voru þá með í ferl­inu frá hug­mynd að þróun upp­skrift­ar og tóku þátt í sjálfri fram­leiðslunni. Úr urðu 600 lítr­ar af vel humluðu föl­öli.

Eft­ir frá­bær­ar viðtök­ur við fyrstu ár­gerð Ölgjörv­ans var brugðið á það ráð að auka fram­leiðsluna. 900 lítr­ar af Ölgjörva 2.0 voru því bruggaðir af starfs­fólki Advania hjá Bryggj­unni í fyrra. Þótt bjóráhuga­fólkið vilji stuðla að hóf­legri drykkju verður bruggað tölu­vert meira magn í ár, ekki síst í ljósi þess hve hratt (og grun­sam­lega) birgðirn­ar kláruðust í fyrra.
Ægir seg­ir að Ölgjörvi sé mjög vandaður bjór og lýs­ir hon­um sem „góðum bjór fyr­ir fólk sem fíl­ar vonda bjóra.“ „Þetta er mjög góður bjór sem flest­ir geta drukkið en svo bætt­um við um bet­ur í ár og brugguðum ann­an sem er meiri nör­da­bjór og kannski ekki allra,“ seg­ir Ægir en 200 lítr­ar verða bruggaðir af „nör­da­bjórn­um“. Það verða því fram­leidd­ir um 1.500 lítr­ar af Ölgjörva 3.0 sem nú eru í gerj­un hjá Ölvis­holti en „nör­da­bjór­inn“ er í fram­leiðslu hjá Ölverki. Nú bygg­ir fram­leiðslan al­farið á upp­skrift starfs­manna Advania en þess má geta að Advania er að sjálf­sögðu með vín­veit­inga­leyfi í höfuðstöðvun­um sak­ir bjóráhuga starfs­manna en hjá fyr­ir­tæk­inu starfa 625 manns. Í bjór­klúbbn­um góða eru yfir 200 starfs­menn eða tæp­ur þriðjung­ur starfs­manna sem telst ansi gott.
Allar fréttir
Mynd með frétt

16. 

júlí  

2018

Advania hlýtur þjónustuvottun frá Cisco

Advania á Íslandi hlaut nýlega vottun frá netbúnaðarbirgjanum Cisco fyrir að veita framúrskarandi sérfræðiþjónustu við lausnir frá Cisco. Vottunin nefnist Cloud and Managed Services Partner Master (CMSP) og er veitt þeim samstarfsaðilum Cisco sem uppfylla ströng skilyrði.

Lesa

11. 

júlí  

2018

Öflugri upplýsingatækni hjá Kynnisferðum

Kynnisferðir hafa falið Advania að hýsa og reka upplýsingakerfi fyrirtækisins. Mæta á þörfum viðskiptavina Kynnisferða enn betur með efldri upplýsingatækni.

Lesa

27. 

júní  

2018

Charlotte og Anna Þórdís til Advania

Tveir nýjir stjórnendaráðgjafar hafa gengið til liðs við Advania. Þær Charlotte Aström og Anna Þórdís Rafnsdóttir hafa verið ráðnar inn í ráðgjafateymið Advania Advice.

Lesa