Microsoft Dynamics AX er alhliða viðskiptakerfi fyrir fyrirtæki sem þurfa öflugt og sveigjanlegt umhverfi. Lausnin hentar sérstaklega stórum fyrirtækjum sem starfa við framleiðslu, sölu eða þjónustu og eru með starfsemi í mörgum löndum.

Sérfræðingar okkar hafa þróað fjölmörg sérkerfi fyrir Dynamics AX sem bæta virkni þess. Með sérkerfum getur þú lagað AX enn betur að þínum rekstri og aukið skilvirkni. Hafðu samband við ráðgjafa okkar og fáðu upplýsingar um sérkerfin okkar.  

Einingar íEiningar í - mynd

1
7

Öflug tenging er á milli tollkerfisins og annarra Microsoft Dynamics AX kerfa. Þetta þýðir að ekki þarf að tvískrá upplýsingar. Þessi eining er notuð við tollfgreiðslu á innflutningi.

 • Tollafgreiðsla - EDI(SMT-skeyti)
 • Bókun á innkaupareikningum, tollum, tollgjöldum og flutningskostnaði
 • Birgðafærslur með réttu kostnaðarveðmæti

Launakerfið heldur utan um launaútreikning m.v. ákveðnar forsendur, t.d. fyrir starfsmenn á tímakaupi, mánaðarlaunum og stjórnarlaunum. Kerfið gagnast í öllum tegundum rekstrar, rúmar ólíkar launagerðir og er fullkomlega samhæft öðrum einingum Dynamics AX.

 • Öflugar tengingar við aðrar AX einingar - engar tvískráningar
 • Sveigjanleiki, t.d. við uppsetningu launaútreikninga og frádráttarliða, og við skýrslugerð o.fl.
 • Rekjanleiki á færslum
 • Góð yfirsýn fyrir stjórnendur
 • Advania býður upp á hýsingu og keyrslu á launum fyrir fyrirtæki

 

AX Samþykkt
AX Verkbókhald

Innheimtukerfið tengist öllum helstu bankastofnunum landsins og færir bankastarfsemina nær notandanum.

 • Kröfur eru sendar og lesnar inn með Sambankalausn
 • Hægt að leyfa innáborganir á kröfur
 • Yfirlit yfir skuldastöðu viðskiptavina
 • Útlit greiðsluseðla valkvætt
 • Krafa helst lifandi þótt hún fari í innheimtuþjónustu
 • Innheimta og greiðsla tekur skemmri tíma
 • Góð yfirsýn yfir stöðu krafna
AX Reikningar
AX Bankatengingar
Fyrri flipi
Næsti flipi
Advania-Gull-jan-2018.jpg
2018PartneroftheYear.png
Með framsýni og fagmennsku tryggði starfsfólk Advania okkur áreiðanlegar upplýsingar strax frá fyrsta degi.
Brynja Blanda
Fjármálastjóri, A4 / Egilsson

Dynamics AX þjónusta

Hjá okkur starfa reynslumiklir sérfræðingar sem geta hjálpað þér með allt sem snertir AX, hvort sem um ræðir þarfagreiningar, ráðgjöf, innleiðingar, verkefnastýringu eða fræðslu. 

Við erum með þjónustuver þar sem tekið er á móti símtölum alla virka daga milli klukkan 9-17 og geta viðskiptavinir þar lagt inn þjónustubeiðnir og pantað þjónustuheimsóknir.

Við viljum hvetja þá sem eru með tengiliðasamning að nýta sér líka þjónustu þjónustuversins ef á þarf að halda.

Þjónustusími okkar er 440 9900
Í kjölfar innleiðingar okkar á Microsoft Dynamics AX fengum við námskeið sem voru allt í senn okkur mjög gagnleg, lífleg og skemmtileg – okkur leiddist aldrei.
Hanna María Þorgeirsdóttir
Sérfræðingur, Prentsmiðjan Oddi

Heyrðu í okkur um Microsoft Dynamics AX

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn