Cata app

Til baka

Cata app

Greining, hönnun, vefun, forritun

01 - Um appið

Cata, vörulista appið er snjallsíma og spjaldtölvulausn sem auðveldar sölumönnum vinnu sína.  

Vörulistinn er vistaður í spjaldtölvunni og sölumaðurinn getur á einfaldan hátt flett í gegnum hann og sýnt viðskiptavinum  vörurnar ásamt vörulýsingum og öðru sem hann vill koma á framfæri. Sölumaðurinn skráir pantanir í spjaldtölvuna og uppfærist viðskiptakerfið jafnharðan og spjaldtölvan kemst í samband við net. 

Vörulista appið sækir allar upplýsingar um vörurnar, sem í vörulistanum eiga að vera, úr viðskiptakerfi notandans.  Um er að ræða upplýsingar um allar vörur og vöruflokka ásamt vörulýsingum og öðru sem máli skiptir og viðkemur eiginleikum vörunnar.  Gögnin hafa því einn uppruna sem er í bókhaldskerfi notandans og eru þau flutt þaðan inn á spjaldtölvuna á einfaldan hátt.

Fjölmargar heildverslanir á Íslandi eru með lausnina í notkun og hefur lausnin sparað mikinn tíma og kostnað í kringum ýmis símtöl, útprentanir og hve fljótt pantanir eru komnar í vinnslu eftir að þær hafa verið gerðar. 

Meðal viðskiptavina eru Ölgerðin, Innnes, Rekstrarvörur, Kjörís, SS ofl