Afritun

Hvort sem þú þarft öruggt athvarf fyrir gögnin þín eða trausta alhliða afritunarþjónustu þá eigum við lausnina fyrir þig. Samstarfsaðilar okkar eru hug- og vélbúnaðarframleiðendur sem hafa áratuga reynslu af gagnavörslu.

Afritunarþjónusta Advania

Besta leiðin til að vernda mikilvæg gögn er að vera með vel útfært og skipulagt ferli um afritun gagna. Afritunarþjónusta Advania gerir endurheimt glataðra gagna einfalda, örugga og skjótvirka. Við bjóðum fjölbreyttar leiðir til afritunar sem henta einstaklingum sem og stórfyrirtækjum, hvort sem til stendur að taka afrit af ljósmyndum og persónulegum gögnum eða skjalasafni og sýndarvélaumhverfi alls fyrirtækisins.

Við bjóðum upp á 30 daga ókeypis prufuaðgang þar sem þú færð 100GB gagnapláss. Prufuaðgangi fylgir engin skuldbinding og það er auðvelt að setja upp aðgang - þú einfaldlega skráir þig inn og kerfið er klárt til notkunar.

Veeam

Veeam CloudConnect er gagnageymsla í skýinu fyrir þá sem nota Veeam afritunarkerfið. Með Veeam CloudConnect getur þú geymt afrit af sýndarumhverfi þínu í gagnaveri Advania, en þangað eru gögnin flutt dulkóðuð og síðan geymd á öruggan máta.

Gögnin þín á öruggum stað

Advania er eini gullvottaði samstarfsaðili Veeam á Íslandi og hefur í gegnum árin leitt fjölda íslenskra fyrirtækja í gegnum breytta högun afritunarkerfa. Við eigum bæði vél- og hugbúnaðarlausnir sem tryggja þér örugga afritun gagna.

Að tapa gögnum er eitthvað sem enginn vill upplifa. Netafritun hefur reynst okkur mjög vel og engar áhyggjur að hafa hvað varðar gagnaöryggi.

Hugi Sævarsson
Framkvæmdastjóri, Birtingahúsið

Afritun skýjaumhverfa

Margir átta sig ekki á mikilvægi þess að afrita skýjaumhverfi. Hvort sem fyrirtækið er að nýta sér skýjaþjónustur á borð við Office 356, Azure eða Amazon Web Services er mikilvægt að tryggja örugga afritun gagna. Sérfræðingar okkar hafa mikla reynslu af afritun skýjaumhverfa og geta aðstoðað þig við að finna lausn sem hentar.

Á meðal þess sem við bjóðum okkar viðskiptavinum er afritun úr Office 365 í gagnaver Advania á Íslandi.

Heyrðu í okkur um afritunarlausnir

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan

Rusl-vörn