Advania Open Cloud

Advania Open Cloud byggir á Qstack umhverfinu frá Greenqloud og er lausn fyrir fyrirtæki sem vilja sjálf sjá um upplýsingakerfi sín í skýinu en láta aðra sjá um rekstur, stjórnun og þjónustu við grunninnviði þeirra.

Afritunarþjónusta er ekki innifalin í Advania Open Cloud en hægt er að tengja þjónustu fyrir afritun eða taka reglubundin snapshot til að einfalda og flýta fyrir enduruppsetningum.

Mögulegt er að laga útlit kerfisins að þörfum viðskiptavinar (e. Branded Services). Einnig er hægt að innleiða löglegar IP kippur viðskiptavina og netþjóna í eigu þeirra. Uppsetning með þessum hætti krefst þó aðkomu sérfræðinga Advania og er hver fyrirspurn af þessum toga því afgreidd sérstaklega.

Lykilvirkni

 • Einfalt sjálfsafgreiðsluvefviðmót fyrir sýndarvélar
 • API möguleikar (EC2, S3 and CloudStack 4.X compatible)
 • Innbyggður notkunarmælir fyrir notkun þjónustunnar*
 • Vefviðmót fyrir aðgang að sýndarvélum
 • Notenda- og hópstillingar fyrir aðgengi og takmörkun
 • Möguleg einangrun og stillingar fyrir teymi og verkefni
 • Sýndarbeinar , eldveggir og álagsstýring
 • Virkar með öllum helstu vöktunar- og mælilausnum
 • Séraðlögun á sýndarumhverfi, útlit, netþjónar, ytri IP tölur osfrv.

*Notkun er mæld fyrir hverja klst sem þjónustan er virk

Innifalið

 • Sjálfgefin Innri IP tala
 • Sjálfgefin gátt fyrir netaðgang við Internetið
 • Möguleiki á  snapshot af sýndarvélum

Ábyrgðarsvið Advania

 • Advania útvegar vélbúnaðinn sem þarf til að þjónusta sé aðgengileg innan uppitímamarkmiða þjónustustigssamnings
 • Advania setur upp og viðheldur hugbúnaðargrunni (platform) og sér til þess að tilskilin hugbúnaðarleyfi hans séu til staðar 
 • Advania setur upp, viðheldur og þjónustar vefviðmótið þar sem viðskiptavinir reka kerfin sín sjálfir
 • Greiða þarf sérstaklega fyrir aðra þjónustuþætti en þá sem koma fram í lýsingunni hér að ofan.

Sýndarþjónar

Sýndarþjónn er búinn til út frá tilbúnu sniðmáti (template) með Linux eða Windows stýrikerfi, allt eftir óskum viðskiptavinar. Sýndarþjónninn er gjaldfærður eftir stærð og notkun þar sem minnsta eining notkunar er ein klukkustund. Advania býður upp á fjórar útfærslur af gagnageymslu með sýndarþjónum og því er gagnageymsla ekki innifalin í gjaldinu en við mælum þó eindregið með að viðskiptavinir nýti sér kosti gagnageymslu.

ATH Microsoft hefur ekki enn gefið út formlegan stuðning við ákveðin forrit sem keyra á cloudstack. Þetta kemur í veg fyrir að hægt sé að leita aðstoðar til Microsoft beint vegna þeirra forrita ef þau eru hýst með þessum hætti.

Snapshot

Í vefviðmóti fyrir kerfið er gefinn möguleiki á að taka snapshot af hverri sýndarvél fyrir sig. Snapshot er „mynd“ af vélinni eins og hún er hverju sinni og er hægt að ræsa vélina upp aftur beint út frá snapshot-um.

Kerfið býður upp á skilgreinda sjálfvirka snapshot töku. Tímasetning aðgerðar og geymslutími er þá settur fyrirfram í samræmi við kröfur viðskiptavinar.

Snapshot kemur ekki í stað afritunar þegar horft er til gagnaöryggis því það er geymt á sömu gagnastæðu og vélin er geymd á. Snapshot er geymt í gagnageymslu, líkt og önnur gögn, og er greitt fyrir það gagnamagn sem myndin notar þangað til henni er eytt.

Template

Hægt er að búa til template fyrir ákveðna uppsetningu svo ekki þurfi að framkvæma sömu aðgerðir oft ef uppsetning er lík. Template er geymt á gagnageymslu líkt og snapshot og lýtur sömu reglum með gjaldfærslu.

Netumferð

Öll netumferð frá þjóni (e. Outgoing Bandwidth) er gjaldfærð. Inn í gjaldi fyrir netumferð er þjónusta við netkerfi, viðhald, vöktun, netbúnaður og erlend netumferð.

Afhverju ætti ég að skoða skýjalausnir?

Flestir sérfræðingar á sviði upplýsingatækni eru sammála um að skýjabyltingin sé löngu hafin og skýjaþjónustur hafi náð þeim þroska að geta sinnt verkefnum flestra fyrirtækja.

Kosturinn við skýjalausnir felst umfram allt í einföldu aðgengi, sveigjanleika í nýtingu auðlinda og kostnaðarmódeli sem byggt er á því að viðskiptavinurinn greiði einungis fyrir það sem hann nýtir.

Í flestum tilvikum eru skýjaþjónustur góð viðbót inn í upplýsingakerfi fyrirtækja. Hægt er að nýta þær með þjónustum sem hýstar eru og reknar af fyrirtækinu sjálfu - í svokallaðri "hybrid uppsetningu".

Rágjöf Advania

Sérfræðingar Advania hafa umtalsverða reynslu af innleiðingum skýjalausna og -umhverfa sem byggð eru á þjónustu við okkar stóra viðskiptavinahóp sem og af okkar eigin uppbyggingu. Við getum hjálpað fyrirtækjum að meta hvort og þá hvenær það hentar að innleiða skýjalausnir í tölvuumhverfið.

Er þetta öruggt?

Öryggi skýjaumhverfa er jafn mismunandi og þau eru mörg. Allt kapp er lagt á að tryggja öryggi þeirra umhverfa sem Advania þjónustar eða mælir með. Ráðgjafar geta veitt ítarlega innsýn í öryggi skýjalausna.

Heyrðu í okkur um Open Cloud

Vinsamlega fyllið inn í reitina hér fyrir neðan

Rusl-vörn